Vilt þú heyra söguna þína í Útvarpsleikhúsinu?

  

Góð útvarpsleikrit draga hlustandann inn í söguna, hugurinn fer á flug og hann verður hluti af atburðarás sem getur verið um hvað sem er.

 

Okkur langar að biðja þig, ef þú ert á aldrinum 6-12 ára, um að skrifa fyrir okkur handrit að útvarpsleikriti. 

Handritið á að vera 5 blaðsíður á handritaformi - dæmi

10 handrit verða valin og mun Útvarpsleikhúsið framleiða 5 útvarpsleikrit eftir krakka á yngsta stigi grunnskóla og 5 útvarpsleikrit eftir miðstig. 

Leikritin verða tekin upp í Stúdíó 12 – útvarpsleikritastúdíóinu!   

 

Þau verða spiluð í útvarpi allra landsmanna á RÁS 1 og verða að sjálfsögðu aðgengileg inn á vef KrakkaRÚV.   

Tekið verður við handritum til 28. febrúar 2018

 

Senda inn

Skráin verður að vera minni en 2 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: txt rtf html pdf doc docx odt ppt pptx odp xls xlsx ods xml.