Vilt þú heyra söguna þína í Útvarpsleikhúsinu?

  

Góð útvarpsleikrit draga hlustandann inn í söguna, hugurinn fer á flug og hann verður hluti af atburðarás sem getur verið um hvað sem er.

 

Okkur langar að biðja þig, ef þú ert á aldrinum 6-12 ára, um að skrifa fyrir okkur handrit að útvarpsleikriti. 

Handritið á að vera 5 blaðsíður á handritaformi - dæmi

Útvarpsleikrit ársins verður framleitt af Útvarpsleikhúsinu og spilað á Rás 1. 

Leikritið verður tekið upp í Stúdíó 12 – útvarpsleikritastúdíóinu!   

 

Innsendingarfrestur er útrunninn. Upplýsingar um næstu samkeppni koma í sumar.