Vilt þú heyra söguna þína í Útvarpsleikhúsinu? 

Vissir þú að það er hægt að segja hvaða sögu sem er í Útvarpsleikhúsinu? Bara með því að breyta hljóðinu smá erum við komin á nýjan stað. Í Útvarpsleikhúsinu er nefnilega allt hægt - þar gerast ævintýrin. 

Sendið okkur 5 blaðsíðna handrit á handritaformi. Hérna er dæmi um handrit að útvarpsleikriti.

Útvarpsleikhúsið ætlar að velja tvö innsend útvarpsleikrit til að framleiða næsta vetur. 2. desember verður útvarpsleikritið Stelpan sem læstist í skápnum, sem valið var útvarpsverk ársins á Sögum - verðlaunahátíð barnanna, flutt í Stundinni okkar. Fylgist vel með því. Höfundur verksins er Sylvía Lind Thorshamar.    

Hægt er að senda inn handrit til 15. mars 2019

 

 

Senda inn

Skráin verður að vera minni en 2 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: txt rtf html pdf doc docx odt ppt pptx odp xls xlsx ods xml.