Saga hlutanna - Risaeðlur

Nánar um þátt

Í þættinum í dag ætlum við ekki beint að fræðast um hlut heldur sögu dýrategundar sem enginn maður hefur séð.
Þetta eru dýr sem voru til fyrir 230.000.000 árum síðan, bjuggu á jörðinni í um 150.000.000 ár, en eru ekki til í heiminum í dag. Breski dýrafræðingurinn Richard Owen gaf þeim heitið Dinosauria sem þýðir eðlurnar hræðilegu en við þekkjum þær betur sem risaeðlur.
Hvernig getum við vitað svona mikið um þær ef við höfum aldrei séð þær?
Hvaðan komu þær?
Hvernig dóu þær út?
Eru þær alveg horfnar?
Hver var hættulegust?
Hver var með harðasta hausinn?
Hver hljóp hraðast?
Hver var með stærstu tennurnar?
Hver var með mestu lætin?
Hver var minnst?
Ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt um risaeðlur
Sérfræðingur þáttarins: Jón Már Helgason

Frumflutt þann 31. ágúst 2017

Aðgengilegt í 8 daga til viðbótar

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp