No results found

Saga hlutanna - Súkkulaði & egg & málshættir

Nánar um þátt

Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um hluti sem við tengjum öll við páskana og það frí sem framundan er.
Allt byrjar þetta einhversstaðar og við ætlum að fá að heyra um eggin og af hverju þau eru tengd við páskana. Svo er það súkkulaðið sem var einu sinni talað um sem fæðu guðanna. Þar koma við sögu Aztekar og Majar og Kristófer Kólumbus og maðurinn sem stofnaði British Museum sem hét Hans Sloane.
Málshættir eru eitthvað sem við Íslendingar tengjum við bæði súkkulaði og egg, nefnilega súkkulaði egg sem við borðum um páskana og köllum páskaegg. Hvernig byrjaði sú hefð að setja málshætti inn í eggin? Hvað er málshátuur? Er hægt að búa til nýja?
Sérfræðingur þáttarins er: Anna Sigríður Þráinsdóttir.

Frumflutt þann 13. apríl 2017

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp