No results found

Saga hlutanna - Jóladót og hefðir

Nánar um þátt

Hvernig byrjaði þetta allt saman með aðventuljósin, jólagjafirnar, jólafötin og þetta helsta sem við tengjum við jólin? Hvað er aðventa? Hvað er jólafasta? Hvernig voru jól í torfbæ?
Það sem er svo skemmtilegt við jólin er að flestir hafa sínar eigin hefðir og hugmyndir um það hvernig jólin eiga að vera en samt eigum við nokkrar sameiginlegar hefðir, t.d. jólatré, að borða góðan mat, skreytingar, seríur og kertaljós, svo dæmi séu nefnd. Já og svo auðvitað jólagjafir, jólakort, jólakökur, fara á jólaball, jólatiltekt, jólaföt svo við förum ekki í jólaköttinn, jólasveinar, skór úti í glugga, aðventukrans og aðventuljós en svo þegar það er búið að græja þetta eða ekki þá er nú sennilega það besta við jólin að vera í faðmi fjölskyldu og vina og njóta samverunnar.
Sérfræðingur þáttarins er: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Frumflutt þann 27. desember 2016

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp