Útvarp KrakkaRÚV - Menningarheimurinn- Eniga Meniga

Þáttur 029 af 153

Nánar um þátt

Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um eina vinsælustu barnaplötu allra tíma, Eniga Meniga eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Kannastu við þetta? „Eitthvað fyrir alla konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla, ryksugan á fullu étur alla drullu....galdurinn er að geta brosað geta í hláturböndin tosað....ef þú ert súr vertu þá sætur...ég heyri svo vel ég heyri grasið gróa“. Þessi lög eru öll af Eniga Meniga.
Það eru rúm 40 ár síðan platan kom út og því er mjög líklegt að mamma þín og pabbi hafi sungið þessi lög sem börn, alveg eins og þú. Þess vegna koma mæðgur í viðtal, þær Ronja og Ragna, til þess að spjalla um lögin.
Viðmælendur:
Ronja Davidsdóttir, 8 ára víóluleikari
Ragna Skinner, tónlistarkennari
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Frumflutt þann 24. október 2017

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp

dd