Útvarp KrakkaRÚV - Sögur í beinni

Þáttur 055 af 153

Nánar um þátt

Bókaormaráð KrakkaRÚV er skipað 8 krökkum sem hafa lesið 12 bækur eftir mismunandi höfunda sem koma út nú fyrir jólin. Þau undirbúa viðtöl um þær ásamt umsjónarmönnum KrakkaRÚV og úr verða skemmtileg og áhugaverð samtöl milli lesenda og höfunda. Viðtölin eru í beinni útsendingu á RÚV 2 dagana 24. nóvember og 8. desember.
Í þessum þætti verða tekin saman helstu umræðuefni þriggja viðtala. Úlfur Kalmanns spjallar við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur um bókina Langelstur í bekknum, Ingvar Wu Skarphéðinsson ræðir við Þorgrím Þráinsson um bókina Henri hittir í mark og Sölvi Þór Jörundsson ræðir bókina Pétur og Halla við hliðina- Fjöruferðin við höfundinn Ingibjörgu Valsdóttur.
Umsjón: Birkir Blær Ingólfsson

Frumflutt þann 7. desember 2017

Aðgengilegt í 83 daga til viðbótar

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp