Blái hnötturinn

Upptaka úr Borgarleikhúsinu af leikritinu Bláa hnettinum, sem er byggt á samnefndri sögu Andra Snæs Magnasonar. Á bláum hnetti úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum, þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þau vilja. Kvöld eitt hrapar stjarna af himnum og lendir á bláa hnettinum með mikilli sprengingu. Þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um myrka skóga, djúpa dali og loftin blá og þá reynir sem aldrei fyrr á vináttu og ráðsnilld barnanna. Stjórn upptöku: Egill Eðvarðsson.