Dagur leikskólans

Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla boðuðu til keppni um bestu tónlistarmyndböndin í tilefni af Degi leikskólans 2016. Myndbandakeppnin var samvinnuverkefni FL, FSL, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.

Bestu tónlistarmyndböndin voru sýnd í Bíó Paradís á Degi leikskólans, sem að þessu sinni var haldinn hátíðlegur föstudaginn 5. febrúar – þar sem 6. febrúar ber upp á laugardag. Veitt voru þrenn verðlaun; fyrir besta myndbandið, frumlegasta myndbandið og skemmtilegasta myndbandið.