Dolli og Rabbi

Dolli dreki og Rabbi rotta búa í yfirgefnu turnherbergi í höll nokkurri. Þeir eru ekki mjög vinsælir þegnar og þurfa að vera í felum. Í turnherberginu fá þeir frið og líður vel þar til dag einn er drottningin ákveður að gera líkamsræktarsal fyrir sig og hirðmeyjar sínar og nota til þess turnherbergi Dolla og Rabba. En það vill svo vel til að í höllinni flytur draugur nokkur sem hjálpar þeim að hrekja drottninguna á brott og fyrirbyggja að henni detti nokkurntímann í hug að leggja leið sína þangað aftur.

Handrit og raddir: Þóra Sigurðardóttir og Jóhann G. Jóhannsson.

Brúðustjórn: Bragi Þór Hinriksson og Helga Steffensen.