Froskur og vinir hans

Teiknimyndaþættir byggðir á samnefndum bókum eftir hollenska verðlaunahöfundinn Max Velthuijs. Aðalpersónan, Froskur, býr í litríkri sveit með vinum sínum Svíni, Héra, Önd og Rottu. Persónurnar takast á við tilfinningar á borð við ást, ótta, sorg, óöryggi og hamingju og er efnið sett fram í einföldum og aðgengilegum sögum sem börnin geta speglað sig í.