Krakkaskaup 2017

Það hafa allir krakkar lent í því að skilja ekki brandarana sem eru í Áramótaskaupinu. Þar er allt svo fullorðins. Í Krakkaskaupinu breytum við því. Þar sjá krakkar sjálfir um að segja okkur hvað þeim fannst skemmtilegast, áhugaverðast og fyndnast á árinu. Öll framleiðsla og hugmyndavinna er í höndum snjallra krakka út um allt land. Dagskrárgerð: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Hafsteinn Vilhelmsson.