Kveikt á perunni

Í Kveikt á perunni er keppt í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut, taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni og draga Babb-spjöld. Stuðningsliðin geta svo hjálpað til við að safna stigum með því að vera með vel vakandi hljóðkút í sínu liði. Í lokin er svo keppt í Hermikrákunni, einn Hermann, einn Hummus og einn Apaköttur.
Þetta endar svo að sjálfsögðu með því að keppendur og skaparar standa á öndinni og einhverjir fá yfir sig væna græna gusu af slími. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.