Ólivía

Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur. Þættirnir eru sneisafullir af húmor og kæta áhorfendur á öllum aldri. Þættirnir, sem eru bresk-amerískir og byggðir á bókum eftir Ian Falconer, hafa hlotið Parents' Choice verðlaunin fyrir jákvæða sögu og vandaða persónusköpun.