No results found

Saga hugmyndanna - Jólakötturinn og Grýla

Nánar um þátt

Í þættinum ætlum við að halda áfram að velta fyrir okkur jólafyrirbærum og í dag eru það Grýla og jólakötturinn sem eru í aðalhlutverki. En við ætlum líka að skoða fleiri sögur þar sem kettir eru aðal söguhetjurnar.
Kettir eru þekktir í þjóðsögum úti um allan heim sennilega vegna þess að villikettir þekktust alls staðar. Þeir voru oft grimmir og vegna eðlis katta, þ.e. þeir eru sjálfstæðir og fara sínar eigin leiðir þá hefur verið erfiðara að stjórna þeim en t.d. hundum sem hlýða okkur mönnum mun betur. Í þessum sögum eru kettirnir því oft lævísir, stundum illgjarnir og hreinlega vondir. Margar þjóðsagnir víða um heim nota köttinn til að persónugera illa anda og óvættir t.d. að sálir norna geti ferðast um í köttum.
Elstu heimildir um Grýlu eru í Sturlungu frá 13. öld og þar er henni lýst sem skrímsli með 15 hala.
„Hér fer Grýla, í garð ofan, og hefur á sér, hala fimmtán.“
Og í annari þulu frá 16. öld þá kemur Grýla fyrir og er enn með fimmtán hala en smá breyting hefur orðið á því nú er hún komin með hundrað belgi á hvern hala og tuttugu börn í hvern belg.
Við heyrum oft um þennan svakalega dúett, Grýlu og jólaköttinn, í kringum jólin og í þættinum fáum við m.a. að vita hvað það þýðir að ,,gefast upp á rólunum" eins og segir í vísunni góðu og hvað átti Grýla eiginlega marga menn og börn?
Myndin hér að ofan, af jólakettinum, er birt með leyfi höfundar Hugleiks Dagssonar.
Heimildir: Saga jólanna eftir Árna Björnsson

Frumflutt þann 20. desember 2016

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp