Sögur - Krakka-Kiljan

Í Krakkakiljunni fáum við börn úr Lestrarráði KrakkaRÚV til að fjalla um splunkunýjar íslenskar barnabækur.

Á Íslandi er mjög vinsælt að gefa bækur í jólagjöf og þess vegna koma mjög margar bækur út fyrir jólin. Það getur verið erfitt að skoða allar bækurnar sem koma út og þess vegna munum við skoða nánar nokkrar af þeim bókum sem komu út fyrir þessi jól. Við munum fjalla um nýja bók í hverjum Krakkafréttatíma fram að jólum og halda svo áfram að skoða spennandi bækur fyrir börn og heyra í fleiri hressum lestrarhestum og höfundum.