No results found

Útvarp Krakka RÚV - Menningarheimurinn - Fjölskyldur (3/4)

Þáttur 113 af 153

Nánar um þátt

Fjögurra þátta sería um fjölskyldur þar sem fjallað verður um alls kyns fjölskyldur, stórar og smáar, og daglegt líf þeirra.
Í hverjum þætti verður flutt stutt útvarpsleikrit eftir nemendur í Borgarholtsskóla, sem þau unnu í samvinnu við Einar Sigurðsson hjá útvarpsleikhúsi RÚV, en þema þeirra er fjölskyldur. Við fáum líka góða gesti í spjall og heyrum í kátum krökkum úr Snælandsskóla sem segja okkur frá fjölskyldunum sínum.
Í þriðja þætti köfum við ofan í efni síðasta útvarpsleikrits, en það fjölskyldur með samkynhneigða foreldra. Ásta Rún Valgerðardóttir segir okkur frá nýju bókinni sinni, Fjölskyldan mín og við frumflytjum þriðja þátt úr útvarpsleikritaseríunni Ekki er allt sem sýnist. Höfundur er Bergur Hrafn Jónsson. Efni leikritsins er stríðni og mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar og við fjöllum um það með henni Bryndísi frá Heimili og skóla.
Viðmælendur:
Óli Björn Arnbjörnsson, 11 að verða 12 ára
Christopher Einar Clapcott, 11 ára
Stefán Böðvarsson, 11 ára
Sunna Hauksdóttir, 11 ára
Ásta Rún Valgerðardóttir, höfundur bókarinnar Fjölskyldan mín
Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur
Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Þriðji þáttur af fjórum

Frumflutt þann 3. apríl 2018

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp

dd