No results found

Útvarp Krakka RÚV - Menningarheimurinn - Fjölskyldur (4/4)

Þáttur 116 af 153

Nánar um þátt

Fjögurra þátta sería um fjölskyldur þar sem fjallað verður um alls kyns fjölskyldur, stórar og smáar, og daglegt líf þeirra.
Í hverjum þætti verður flutt stutt útvarpsleikrit eftir nemendur í Borgarholtsskóla, sem þau unnu í samvinnu við Einar Sigurðsson hjá útvarpsleikhúsi RÚV, en þema þeirra er fjölskyldur. Við fáum líka góða gesti í spjall og heyrum í kátum krökkum úr Snælandsskóla sem segja okkur frá fjölskyldunum sínum.
Í fjórða og síðasta þætti heyrum við síðasta útvaarpsleikritið í seríunni Ekki er allt sem sýnist, en það fjallar um fósturbörn. Höfundur þess er Magnús Eðvald Halldórsson. Í kjölfarið ræðum við um fósturbörn og fjölskyldur við Pál frá Barnaverndarstofu. Við endum svo umfjöllun okkar með vangaveltum um uppáhalds fjölskyldustundirnar okkar.
Viðmælendur:
Eva Björg Logadóttir, 10 að verða 11 ára
Sunna Rún Birkisdóttir, 12 að verða 13 ára
Anna Dagbjört Guðmundsdóttir, 10 að verða 11 ára
Hilmar Ingi Árnason, 11 ára
Björn Kári Sigurbjörnsson, 12 ára
Magnús Heiðar Scheving Jónsson, 10 ára
Óli Björn Arnbjörnsson, 11 að verða 12 ára
Christopher Einar Clapcott, 11 ára
Stefán Böðvarsson, 11 ára
Sunna Hauksdóttir, 11 ára
Páll Ólafsson, félagsráðgjafi og sviðsstjóri Barnaverndarstofu
Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Fjórði þáttur af fjórum

Frumflutt þann 10. apríl 2018

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp

dd