No results found

Útvarp Krakka RÚV - Menningarheimurinn - Sumar (2/2)

Þáttur 145 af 250

Nánar um þátt

Sumarið er ein af árstíðunum fjórum. Eins og náttúran breytist milli árstíðanna þá breytist menningin okkar líka, við förum til dæmis ekki í sólbað á veturna eða grillum mikið, það er bara hægt að tína villt bláber á haustin, jólin koma um vetur og Eurovision á vorin!
Í þessum þætti höldum við áfram að fjalla um sumarið og hvað mannfólkið gerir á sumrin. Til dæmis eru allskonar sumarhátíðir haldnar um allt land, við borðum öðruvísi mat, útivistartími lengist og við þurfum að vera duglega að bera á okkur sólarvörn. Sævar segir okkur frá sumarsólstöðum og Jakob segir okkur hvernig það er að eiga afmæli um mitt sumar!
Viðmælendur:
Jakob Beck, 10 ára
Borghildur Jóhannsdóttir, 12 ára
Herdís Anna Sveinsdóttir, 12 ára
Sara Ágústa Sigurbjörnsdóttir, 11 ára
Forskólabörn úr Tónlistarskóla Grafarvogs
Náttúruvísindahornið: Sævar Helgi Bragason
Síðari þáttur af tveimur
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Frumflutt þann 6. júní 2018

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp

dd