No results found

Útvarp Krakka RÚV - Menningarheimurinn -Kórar (2/2)

Þáttur 172 af 400

Nánar um þátt

Að syngja í kór er ótrúlega vinsælt á Íslandi og það finnast hundruðir kóra út um allt land. Í þessum þáttum ætlum við að kynnast kórum, hvernig þau syngja í röddum, hvernig tónlist þau syngja og svo framvegis. Við gerumst flugur á vegg á kóræfingum, heyrum hvernig söngvararnir hita upp röddina, læra ný lög og hvað þeim finnst skemmtilegast við að syngja í kór.
Kórarnir sem við heimsækjum í þættinum í dag eru Gradualekórar Langholtskirkju og Stúlknakórar Reykjavíkur.
Stúlknakór Reykjavíkur
Stjórnendur: Guðrún Árný Guðmundsdóttir, Matthildur Guðrún Hafliðadóttir, Margrét Pálmadóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir
Graduale Liberi, Graduale Futuri og Gradualekórinn
Stjórnendur: Rósa Jóhannesdóttir, Sunna Karen Einarsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson
Viðmælendur:
Dagný Sól Steinsdóttir
Ingibjörg Xiang Ragnarsdóttir
Jakobína Lóa Sverrisdóttir
Margrét Helga Arnardóttir
Allir krakkarnir í Graduale Liberi
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Síðari þáttur af tveimur

Frumflutt þann 9. október 2018

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp

dd