No results found

Útvarp KrakkaRÚV - Ævintýri og listir

Þáttur 005 af 153

Nánar um þátt

Í þættinum í dag spyrjum við okkur mjög stórra spurninga. Hvað er menning? Hvað eru listir? Eru menning og listir ekki það sama? Menning er mjög stórt orð sem nær yfir næstum því allt sem manneskjan gerir. Listir tilheyra því menningunni og eru eitthvað alveg sérstakt, eitthvað sem við búum til með því að virkja ímyndunaraflið þegar við viljum tjá tilfinningar eða segja sögur. Menningararfur er annað stórt orð, hvað er það? Hvernig var menningin í gamla daga á Íslandi?
Sérfræðingur þáttarins er Guðrún Línberg Guðjónsdóttir, málfarsráðgjafi hjá RÚV.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Frumflutt þann 12. september 2017

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp