No results found

Útvarp KrakkaRÚV - Menningarheimurinn - Matur og matargerð

Nánar um þátt

Í þættinum í dag fjöllum við um mat og matargerð. Við þurfum öll á mat að halda til þess að eiga næga orku yfir daginn.
Sigríður Dúa, 9 ára, kemur í heimsókn í þáttinn og svarar spurningum um mat, en hún er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð. Sigríður Dúa hefur gert allskonar tilraunir í eldhúsinu, ógeðisdrykki og því um líkt. Hún deilir líka með okkur uppskrift af mjög forvitnilegum rétti!
Vissir þú að ef þú átt erfitt með að muna uppskriftir getur hjálpað að semja lag og texta með uppskriftinni í. Við heyrum dæmi um svoleiðis lög.
Við heyrum líka söguna af Gýpu, sem var alltaf svöng og ljóð um mann sem borðar......bækur!?
Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?
Viðmælandi: Sigríður Dúa Brynjarsdóttir
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Frumflutt þann 7. júní 2018

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp

dd