Útvarps stundin okkar - Útvarp Austurland #3

Þáttur 12 af 15

Nánar um þátt

Nú í byrjun mars var haldið námskeið í útvarpsþáttagerð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem krakkar af Austurlandi fengu tækifæri á því að kynnast útvarpsmiðlinum betur.
Það var Okkar eigin í samvinnu við KrakkaRÚV sem sáu um námskeiðið og krakkarnir sem skráðu sig til leiks unnu fjölbreytt verkefni þessa helgi.
Í dag heyrum við viðtal við blakþjálfara sem fór fram á ensku og þurftu stelpurnar að finna rétta leið til að þýða viðtalið og koma því vel frá sér - því það er jú engin textavél eins og í sjónvarpinu.
Stelpurnar sem unnu þetta viðtal eru Ýr Gunnarsdóttir, Jóhanna Kristín Andradóttir og Birna María Viðarsdóttir.
Kári, Ísabella og Eyrún skrifuð útvarpsleikrit - hvorki meira né minna, tóku það upp og fullunnu sjálf. Á námskeiðinu hlustuðum við á brot úr Basil Fursta sem veitti þeim innblástur fyrir leikritið sitt „Hið erfiða líf Ríkharðs“ sem við heyrum í lok þáttar.
Við heyrum einnig brot úr Basil Fursta (1990. Leikgerð og leikstjórn Viðar Eggertsson)

Frumflutt þann 13. apríl 2017

Aðgengilegt í 13 daga til viðbótar

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp