No results found

Útvarps stundin okkar - Útvarp Austurland #3

Þáttur 12 af 15

Nánar um þátt

Nú í byrjun mars var haldið námskeið í útvarpsþáttagerð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem krakkar af Austurlandi fengu tækifæri á því að kynnast útvarpsmiðlinum betur.
Það var Okkar eigin í samvinnu við KrakkaRÚV sem sáu um námskeiðið og krakkarnir sem skráðu sig til leiks unnu fjölbreytt verkefni þessa helgi.
Í dag heyrum við viðtal við blakþjálfara sem fór fram á ensku og þurftu stelpurnar að finna rétta leið til að þýða viðtalið og koma því vel frá sér - því það er jú engin textavél eins og í sjónvarpinu.
Stelpurnar sem unnu þetta viðtal eru Ýr Gunnarsdóttir, Jóhanna Kristín Andradóttir og Birna María Viðarsdóttir.
Kári, Ísabella og Eyrún skrifuð útvarpsleikrit - hvorki meira né minna, tóku það upp og fullunnu sjálf. Á námskeiðinu hlustuðum við á brot úr Basil Fursta sem veitti þeim innblástur fyrir leikritið sitt „Hið erfiða líf Ríkharðs“ sem við heyrum í lok þáttar.
Við heyrum einnig brot úr Basil Fursta (1990. Leikgerð og leikstjórn Viðar Eggertsson)

Frumflutt þann 13. apríl 2017

Efni ekki lengur aðgengilegt

Vinsamlegast athugið

Vegna réttindamála eru upptökur af aðkeyptu sjónvarpsefni á ruv.is í sumum tilfellum aðeins aðgengilegar notendum á Íslandi

Nánar á ruv.is/hjalp