Vasaljós - Önnur þáttaröð

Vasaljós er þáttur fyrir krakka um krakka sem krakkar fá að stjórna. Vasaljósið lýsir inni allskonar kima krakkaheimsins og bregður ljósi á skemmtilega krakka og allt það áhugaverða sem þau eru að fást við. Umsjónarmenn Vasaljóss eru Alex Leó Kristinsson, Hekla Gná Heimisdóttir, Júlíana Dögg Omarsdóttir Chipa, Katla Njálsdóttir, Marteinn Elí Brynjólfsson, Mira Esther Kamallakharan, Salka Gústafsdóttir og Kristín Ísafold Traustadóttir en dagskrárgerð er í höndum Brynhildar Björnsdóttur, Kristínar Evu Þórhallsdóttur og Eggerts Gunnarssonar.

Framleiðandi: Immi ehf fyrir RÚV.