Taktu þátt í vísnasamkeppni grunnskólanema

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember efnir Menntamálastofnun til vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2018. Þetta er áttunda árið í röð sem keppnin er haldin og þriðja árið í samstarfi við KrakkaRÚV.

Kveðskaparlist er merkilegur þjóðararfur sem vert er að halda á lofti og hvetja nemendur til að stunda. Í keppninni spreyta þeir sig á því að botna fyrriparta eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson.

Um er að ræða tvo fyrriparta fyrir hvern aldursflokk á yngsta-, mið- og unglingastigi. Fyrir besta vísubotninn á hverju stigi verða veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjöl. Vonast er til að sem flestir taki þátt í þessu skemmtilega verkefni. Keppnin stendur yfir til 12. desember en úrslit verða tilkynnt í upphafi nýs árs.

Nemendur á mið- og unglingastigi þurfa að huga vel að ljóðstöfum og rími en ætlast er til að nemendur á yngsta stigi einbeiti sér fyrst og fremst að ríminu.

Smelltu hér má sjá örstuttar bragfræðileiðbeiningar fyrir kennara.

 

Yngsta stig

Komdu hingað, kisa mín,
kúrum hérna saman.
____________________
____________________

Margt er gott að glíma við,
gaman er að lita.
____________________
____________________

Miðstig

Horfi ég á hundinn minn,
hann góður vinur.
________________________
________________________

Óskalista enn á ný
ætla ég að gera.
______________________
______________________

Unglingastig

Snemma ég á fætur fer
fletti mínum síma.
____________________
____________________

Meðan kvöldin líða löng
les ég mínar bækur.
____________________
____________________

Taktu þátt!