Um Sögur

En hvað eru Sögur?

Sögur eru stórt samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun. Skorað er á krakka á aldrinum 6-12 ára að taka þátt og senda inn sögurnar sínar á því formi sem þau kjósa. Smásögur, lag og texti, stuttmyndahandrit eða leikrit. Höfundar þeirra sagna sem valdar eru taka þátt í skapandi smiðjum þar sem fagfólk leiðbeinir höfundum og hjálpar þeim að ná sem mestu úr sinni sögu. 

Sögur – verðlaunahátíð barnanna er lokapunkturinn á þessu stóra samstarfsverkefni þar sem verk barnanna eru verðlaunuð og þau fá tækifæri á að verðlauna það menningarefni fyrir börn sem þeim finnst skara fram úr. Kosning fer fram á KrakkaRÚV vefnum. 

Markmið verkefnisins er að auka læsi og áhuga á íslenskum barnabókum og sögum og í leiðinni upphefja barnamenningu á Íslandi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.

Söguveturinn 2022-2023

 

Um áramót er valið úr innsendum sögum. KrakkaRÚV velur handrit og framleiðir stuttmyndir, Menntamálastofnun velur smasögur og gefur út í rafbókinni Risa-Stórar-Smásögur, fagfólk í tónlist velur lög og texta til að vinna áfram með höfundum og Borgarleikhúsið velur 2 verk til að setja á svið sem útskriftarverk Leiklistarskóla Borgarleikhússins.

 

Senda inn fyrirspurn

Senda fyrirspurn

Samstarfsaðilar